Haustlægðirnar hafa haft sín áhrif á októbermánuð Bestu deildar karla, leikjafyrirkomulagið eftir tvískiptingu deildarinnar. Skiptar skoðanir eru um nýtt fyrirkomulag deildarinnar.
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag var rætt um það hvort málið væri að byrja mótið fyrr eða spila þéttar til að reyna að klára mótið fyrir októbermánuð.
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag var rætt um það hvort málið væri að byrja mótið fyrr eða spila þéttar til að reyna að klára mótið fyrir októbermánuð.
„Hvernig hljómar það í þínum eyrum ef við myndum færa þetta um mánuð, værum búin að klára mótið fyrir október? Byrjum Reykjavíkurmótið og Fótbolta.net mótið í desember og Lengjubikarinn í janúar," segir Elvar Geir Magnússon.
„Ef við byrjum Íslandsmótið framar þá getum við vissulega lent í vondu veðri og að það þurfi að færa leiki. Mögulega einhverjir leikir sem þurfa að fara inn í hallir. En þá erum við að tala um leiki sem eru í annarri eða þriðju umferð sem þarf að færa, en aukum líkurnar á því að klára mótið og mikilvægustu leikina við sómasamlegar aðstæður."
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var gestur þáttarins og var sammála þessu. Hann telur einnig svigrúm til þess að spila mótið þéttaar.
„Það líka að fimm síðustu umferðirnar séu spilaðir á fimm vikum. Það séu ekki spilaðir kvöldleikir á virkum dögum. Það lengir mótið líka of mikið. Ef það væri titilbarátta núna fram í síðustu umferð er vont að spila það 29. október klukkan 13 í einni gráðu og 15 metrum á sekúndu. Frekar þá að fyrstu leikirnir myndu aðeins riðlast til," segir Ómar.
„Að byrja fyrr eða þétta í annan hvorn endann myndi hjálpa til. Að spila fimm leiki á fimm vikum en vera í 4. - 8. sæti, þetta er helvíti löng bið eftir því að eitthvað sé flautað af sem sé í raun búið."
Á morgun verða hringborðsumræður í útvarpsþættinum þar sem rætt verður nánar um fyrirkomulag Bestu deildarinnar með fulltrúum ÍTF og geta lesendur komið með sitt innlegg í umræðun.
Sjá einnig:
Ert þú með spurningu eða ábendingu til ÍTF? - Rætt um fyrirkomulag Bestu deildarinnar á X977 á morgun
Athugasemdir