Heimild: Tipsbladet
Hákon Arnar Haraldsson er leikmaður Lille og íslenska landsliðsins. Í gær tilkynnti Arnar Gunnlaugsson að Hákon væri varafyrirliði landsliðsins en Arnar tilkynnti sinn fyrsta hóp í gær. Í kjölfarið átti hann svo fínan leik með Lille gegn Dortmund um kvöldið.
Hann var seldur frá FCK til Lille sumarið 2023 fyrir 112 milljónir danskra króna (skv. Tipsbladet), eða um 15 milljónir evra.
Tipsbladet fjallar svo um það í dag að hann sé orðinn þrisvar sinnum verðmætari og er vísað í gögn svissneska tölfræðifyrirtækisins CIES. Á listanum sem fyrirtækið saman voru verðmætustu leikmenn í frönsku deildinni, sem ekki spila með PSG, settir á lista.
Hann var seldur frá FCK til Lille sumarið 2023 fyrir 112 milljónir danskra króna (skv. Tipsbladet), eða um 15 milljónir evra.
Tipsbladet fjallar svo um það í dag að hann sé orðinn þrisvar sinnum verðmætari og er vísað í gögn svissneska tölfræðifyrirtækisins CIES. Á listanum sem fyrirtækið saman voru verðmætustu leikmenn í frönsku deildinni, sem ekki spila með PSG, settir á lista.
Þar er hann metinn á 45,9 milljónir evra, um 345 milljónir danskra króna eða um 6,7 milljarða íslenskra króna.
Þeir einu sem eru fyrir ofan Hákon á listanum eru þeir Eliesse Ben Seghir (Mónakó) og Mason Greenwood (Marseille).
Hákon er 21 árs og mjög fjölhæfur leikmaður. Hann hefur spilað 68 leiki fyrir Lille, skorað tólf mörk og lagt upp tíu. Hann hefur verið orðaður við úrvalsdeildarlið síðustu misseri.
„Að sjá hann spila með berum augum var góð upplifun, sjá hversu langt hann var kominn og svo hefur hann bara haldið því áfram eins og frá var horfið frá Anfield og orðið sterkari, orðið meira afgerandi í sínum leik. Áður en tímabilið byrjaði var hann kannski einn af þessum kjarnaleikmönnum hjá Lille, en fegurðin við fótboltann er að þú getur alltaf orðið einn af kjarnanum og þjálfarinn lítur núna á hann sem ómissandi hlekk í þessu skemmtilega liði. Hann er bara á mjög góðum stað, ekkert flóknara en það, verandi á hans aldri og kominn þetta langt er frábært fyrir bæði hann og okkur," sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net í dag en Arnar fylgdist með Hákoni spila gegn Liverpool fyrr í vetur.
„Menn enda þar sem þeir eiga skilið. Miðað við hvernig hann er að spila á móti, sem dæmi Liverpool sem er sterkasta lið Englands, höndlað erfiða útileiki, sýnir að þakið á honum er mjög hátt. Franska deildin er miklu sterkari en menn gera sér miklu sterkari en menn gera sér grein fyrir, hún er taktísk, teknísk en líka mjög 'physical'. Oftar en ekki geta leikmenn úr frönsku deildinni aðlagast hvaða deild sem er. hann þarf að hafa heppnina með sér líka, varðandi meiðsli og annað," sagði Arnar.
Top estimated transfer values, non-PSG ???????? #Ligue1 players ????
— CIES Football Obs (@CIES_Football) March 13, 2025
???? #EliesseBenSeghir ???????? €57.6m (#Transfermarkt €30m)
???? #MasonGreenwood ???????????????????????????? €47.2m (TM €35m)
???? #HakonArnarHaraldsson ???????? €45.9m (TM €9m)#Camara ???????? #Akliouche ???????? #Biereth ???????? #Andrey ???????? #Fofana ???????? #Vanderson ????????… pic.twitter.com/3M8VAvmSbu
Athugasemdir