Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 13. mars 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Mbappe aftur valinn í franska landsliðið
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Desire Doue er nýliði í hópnum.
Desire Doue er nýliði í hópnum.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe sóknarmaður Real Madrid er mættur aftur í franska landsliðshópinn en hann var ekki valinn síðustu tvo landsleikjaglugga.

Þrátt fyrir að Mbappe hafi verið að spila fyrir félagslið sitt á þessum tíma ákvað landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ekki að velja hann.

Mbappe snýr nú aftur í landsliðstreyjuna en Frakkland er að fara að mæta Króatíu í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Mbappe verður væntanlega með fyrirliðabandið í Split 20. mars og þegar liðin mætast svo aftur í París þremur dögum síðar.

Desire Doue, 19 ára vængmaður Paris St-Germain, er valinn í landsliðið í fyrsta sinn.

Markverðir: Mike Maignan (AC Milan), Brice Samba (Lens), Lucas Chevalier (Lille).

Varnarmenn: Lucas Digne (Aston Villa), Theo Hernandez (AC Milan), Ibrahima Konate (Liverpool), William Saliba (Arsenal), Dayot Upamecano (Bayern München), Jonathan Clauss (Nice), Benjamin Pavard (Inter), Jules Kounde (Barcelona).

Miðjumenn: Aurelien Tchouameni (Real Madrid), Eduardo Camavinga (Real Madrid), Matteo Guendouzi (Lazio), Adrien Rabiot (Marseille), Warren Zaire-Emery (PSG), Manu Kone (Roma).

Sóknarmenn: Marcus Thuram (Inter Milan), Bradley Barcola (PSG), Desire Doue (PSG) Randal Kolo Muani (PSG), Kylian Mbappe (Real Madrid), Michael Olise (Bayern München), Marcus Thuram (Inter Milan), Ousmane Dembele (PSG).
Athugasemdir
banner
banner
banner