
Aron Einar Gunnarsson segist ætli að sýna það inni á vellinum að það sé rétt ákvörðun hjá Arnari Gunnlaugssyni að velja sig í landsliðshópinn. Gagnrýnisraddir hafa heyrst eftir að Aron var valinn en hann hefur ekki mikið spilað síðustu ár.
„Ég er orðinn vanur þessari gagnrýni. Ég hef verið að spila vel í Meistaradeildinni hér í Asíu og æfa 100% þannig að ég er klár. Ég hef í raun sjaldan verið hungraðri en akkúrat þessa stundina í að sýna mig og sanna," segir Aron í viðtali við vefsíðu RÚV.
„Fólk mál alveg hafa sínar skoðanir og allt það en það er alltaf gömul tugga í fótboltanum að sýna það í verki innan vallar, hvað maður getur og það er planið hjá mér."
„Ég er orðinn vanur þessari gagnrýni. Ég hef verið að spila vel í Meistaradeildinni hér í Asíu og æfa 100% þannig að ég er klár. Ég hef í raun sjaldan verið hungraðri en akkúrat þessa stundina í að sýna mig og sanna," segir Aron í viðtali við vefsíðu RÚV.
„Fólk mál alveg hafa sínar skoðanir og allt það en það er alltaf gömul tugga í fótboltanum að sýna það í verki innan vallar, hvað maður getur og það er planið hjá mér."
Skilur ákvörðun Arnars að gera Orra að fyrirliða
Aron, sem er nú hjá Al-Gharafa í Katar, er ekki lengur aðalfyrirliði íslenska landsliðsins. Arnar tilkynnti á fréttamannafundi í gær að Orri Steinn Óskarsson væri nýr fyrirliði og það væri tákn um nýja tíma. Aron segist skilja og virða ákvörðun Arnars.
„Ég vissi alveg að hann hafði hugmyndir um annað og eins og hann útskýrði líka vel að ég þarf ekki fyrirliðaband til að vita að ég er leiðandi í þessum hóp. Þetta er svipuð staða og ég var í þegar ég tók við bandinu og Orri og Hákon vita það að ég er til staðar fyrir þá þegar þeir vilja. Ég held þetta sé rétt þróun. Þetta kannski lætur þá axla meiri ábyrgð og ég var hlynntur þessari hugmynd frá byrjun," segir Aron í viðtalinu við RÚV.
Athugasemdir