Breiðablik 4 - 1 Sarpsborg
Mörk Breiðabliks: Andrea Rut Bjarnadóttir x2, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Samantha Smith.
Mörk Breiðabliks: Andrea Rut Bjarnadóttir x2, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Samantha Smith.
Íslandsmeistarar Breiðabliks mættu í dag norska liðinu Sarpsborg í æfingaleik á Malaga á Spáni. Liðin eru þar í æfingaferð en stutt er í að mótin heima fyrir byrji. Besta deild kvenna byrjar eftir mánuð.
Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika í leiknum, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem kom frá Val í vetur, skoraði eitt og besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, Samantha Smith, skoraði eitt.
Breiðablik fór út til Spánar með fullt hús stiga í Lengjubikarnum og er þar á leið í undanúrslit seinna í mánuðinum.
Byrjunarlið Breiðabliks:
Kate; Helga, Heiðdís, Elín, Kristín Dís; Karitas, Sammy, Agla María, Andrea; Berglind og Birta.
Athugasemdir