UEFA hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem staðfest er að dómararnir hafi gert rétt með því að dæma vítaspyrnu Julian Alvarez, leikmanns Atletico Madrid, ólöglega.
Í yfirlýsingunni ýjar fótboltasamband Evrópu hinsvegar að því að rætt verði um hvort rétt sé að gera breytingu á reglunum þegar kemur að því að leikmenn snerta boltann tvívegis þegar þeir taka víti og það er greinilega óviljaverk.
„Þrátt fyrir að snertingin hafi verið minniháttar þá kom leikmaðurinn við boltann með stoðfætinum áður en hann sparkaði. Samkvæmt núgildandi reglum gerði VAR rétt með því að láta dómarann vita að spyrnan hafi verið ólögleg," segir í yfirlýsingunni.
Þar kemur einnig fram að UEFA muni ræða við FIFA og IFAB um hvort sé rétt að endurskoða regluna.
Í yfirlýsingunni ýjar fótboltasamband Evrópu hinsvegar að því að rætt verði um hvort rétt sé að gera breytingu á reglunum þegar kemur að því að leikmenn snerta boltann tvívegis þegar þeir taka víti og það er greinilega óviljaverk.
„Þrátt fyrir að snertingin hafi verið minniháttar þá kom leikmaðurinn við boltann með stoðfætinum áður en hann sparkaði. Samkvæmt núgildandi reglum gerði VAR rétt með því að láta dómarann vita að spyrnan hafi verið ólögleg," segir í yfirlýsingunni.
Þar kemur einnig fram að UEFA muni ræða við FIFA og IFAB um hvort sé rétt að endurskoða regluna.
Atletico Madrid tapaði fyrir Real Madrid í vítakeppni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Alvarez skoraði úr sinni spyrnu en rann þegar hann tók hana og boltinn snerti stoðfótinn lítillega áður en hann skaut.
The clearest video of this I've seen so far. pic.twitter.com/l3zNi30onc
— UF (@UtdFaithfuls) March 13, 2025
Athugasemdir