Leiknir vann frækinn sigur á KR fyrr í kvöld í dramatískum leik. Fyrirliði Leiknis R., Bjarki Aðalsteinsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum en þrátt fyrir það var hann mjög sáttur með leikinn.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 - 3 KR
„Hörkuleikur bara allt sem að góður fótboltaleikur þarf að hafa, mörk, læti, comeback, næstum því comeback og síðan náðum við sigrinum, þetta var helvíti gott."
Bjarki var óheppinn að skora sjálfsmark í leiknum
„Ég þarf eiginlega að sjá það aftur, mér fannst boltinn fara í svo marga Leiknismenn áður en hann fer inn. Ég er ennþá að átta mig á því hvað gerðist. Viktor sló boltann í mig og inn og ég lendi á Viktori, mér er svo sem sama núna, þetta var bara eitthvað klafs sem endaði sem ljótt sjálfsmark."
Bróðir Bjarka fyrirliði KR, Arnór Sveinn Aðalsteinsson varð einnig fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum.
„Það hefur ekki gerst hjá okkur áður ég er alveg viss um það, ég veit ekki hvort það hafi gerst hjá einhverjum öðrum bræðrum þetta var fyndið, pældi ekkert í þessu meðan leikurinn var í gangi en fyndið núna", sagði Bjarki léttur.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir