Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   mán 22. ágúst 2022 21:46
Kári Snorrason
Siggi Höskulds: Þráhyggja í klúbbnum að halda liðinu uppi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir vann frækinn sigur á KR fyrr í kvöld í heldur fjörugum leik, leikurinn endaði með 4-3 sigri Leiknismanna eftir dramatískar lokamínútur. Leiknir R. er í harðri fallbarráttu en liðið er nú í 11. sæti. Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis R. var mjög sáttur eftir leik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 -  3 KR

„Leikurinn spilaðist eins og við vildum að mörgu leiti og eins og við vissum að hann myndi spilast. KR meira með boltann, við náðum að þrýsta þá út í vængina og þeir dældu mikið inn á teigin okkar þar sem við vorum hrikalega sterkir, ég er mjög stoltur af liðinu hvernig við díluðum við KR-liðið í dag."

Leiknir R. hafði tapað síðustu 4 leikjum í deildinni fyrir þennan leik, breytti Leiknir R. upplegginu fyrir þennan leik?

„Já þetta var svolítið öðruvísi en við erum búnir að gera að einhverju leiti, við vissum að þeir vilja fara út í vængina og dæla honum inn í og við hleyptum þeim þangað og vildum mæta þeim þar. En hvað varðar sóknarleikinn mér fannst vera meira hungur í okkur að fara fram og þora að skora mörk og strákarnir frammi voru frábærir í dag."

Botnbarráttan er hörð í ár en hvað verður Leiknir R. að gera til að halda sér uppi?

„Við þurfum bara að fá meira af þessu, meira af þessu hugarfari sem var í dag það var gjörsamlega til fyrirmyndar. Við erum búnir að grafa djúpt eftir því eftir 4 slæma tapleiki og við þurfum að halda í þetta eins og ég segi það er þráhyggja í klúbbnum að halda liðinu uppi, strákarnir sýndu það í dag að þeir eru klárir í það."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner