Leiknir vann frækinn sigur á KR fyrr í kvöld í heldur fjörugum leik, leikurinn endaði með 4-3 sigri Leiknismanna eftir dramatískar lokamínútur. Leiknir R. er í harðri fallbarráttu en liðið er nú í 11. sæti. Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis R. var mjög sáttur eftir leik.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 - 3 KR
„Leikurinn spilaðist eins og við vildum að mörgu leiti og eins og við vissum að hann myndi spilast. KR meira með boltann, við náðum að þrýsta þá út í vængina og þeir dældu mikið inn á teigin okkar þar sem við vorum hrikalega sterkir, ég er mjög stoltur af liðinu hvernig við díluðum við KR-liðið í dag."
Leiknir R. hafði tapað síðustu 4 leikjum í deildinni fyrir þennan leik, breytti Leiknir R. upplegginu fyrir þennan leik?
„Já þetta var svolítið öðruvísi en við erum búnir að gera að einhverju leiti, við vissum að þeir vilja fara út í vængina og dæla honum inn í og við hleyptum þeim þangað og vildum mæta þeim þar. En hvað varðar sóknarleikinn mér fannst vera meira hungur í okkur að fara fram og þora að skora mörk og strákarnir frammi voru frábærir í dag."
Botnbarráttan er hörð í ár en hvað verður Leiknir R. að gera til að halda sér uppi?
„Við þurfum bara að fá meira af þessu, meira af þessu hugarfari sem var í dag það var gjörsamlega til fyrirmyndar. Við erum búnir að grafa djúpt eftir því eftir 4 slæma tapleiki og við þurfum að halda í þetta eins og ég segi það er þráhyggja í klúbbnum að halda liðinu uppi, strákarnir sýndu það í dag að þeir eru klárir í það."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir