Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 13:15
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Róleg æfing í kappakstursbænum eftir langan ferðadag
Icelandair
Íslensku leikmennirnir mæta til æfingar í morgun.
Íslensku leikmennirnir mæta til æfingar í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið fór til Frakklands í gær eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni í Zurich í fyrrakvöld.

Flogið var til Parísar eftir hádegið í gær og við lendingu og nokkra bið eftir töskum tók við þriggja tíma rútuferð til Le Mans.

Liðið mætir Frökkum í Le Mans á þriðjudagskvöldið en völlurinn, Stade Marie-Marvingt, er við kappakstursbrautina frægu sem er hvað þekktust fyrir sólarhrings kappaksturinn sem fer næst fram 11. - 15. júní næstkomandi.

Íslenska liðið tók létta upphitun og fór svo í taktík þegar það æfði í Le Mans í morgun en ekki var æft á keppnisvellinum að þessu sinni heldur æfingavelli í borginni.

Á morgun verður svo æft á keppnisvellinum en leikurinn fer fram nokkuð seint á staðartíma á þriðjudaginn eða 21:10 sem er 20:10 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner