City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 08:46
Elvar Geir Magnússon
Keane um ummæli Arteta: Taktu lyfin þín
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Roy Keane.
Sparkspekingurinn Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta var hundfúll út í dómarateymið eftir 2-2 jafnteflisleik Manchester City og Arsenal í gær. Hann lét Michael Oliver og félaga heyra það í viðtölum eftir leik.

Leandro Trossard fékk annað gula spjaldið sitt og þar með rautt fyrir að sparka boltanum í burtu, ekki ólíkt því sem gerðist fyrir Declan Rice nýlega.

Sparkspekingurinn og harðjaxlinn Roy Keane var ekki sáttur við viðtalið við Arteta.

„Stjórar eru að tala í hverri viku eins og allar ákvarðanir séu gegn sér. Innst inni á hann að vera sáttur við að fá eitt stig. Sýndu smá klassa sem stjóri Arsenal, viðurkenndu að hann hafi líklega átt skilið að fá rauða spjaldið, liðið hafi brugðist vel við og áfram gakk. Taktu lyfin þín og haltu áfram," segir Keane.

„Það væri gott ef hann gæti stigið fram og viðurkennt að þetta hafi verið kjánalegt hjá leikmanni sínum. Þetta hafi líklega verið rétt gult spjald."

Arsenal var hársbreidd frá því að landa sigri þrátt fyrir rauða spjaldið en John Stones jafnaði í 2-2 í lok leiksins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 5 4 1 0 13 5 +8 13
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner