AC Milan hefur staðfest ráðningu á Sergio Conceicao; hann er nýr stjóri liðsins.
Hann tekur við starfinu af landa sínum, Paulo Fonseca, sem var vikið úr starfi í gær. Fonseca var rekinn eftir 1-1 jafntefli gegn Roma í gær en fyrir leikinn var talið um að hann þyrfti sigur til að halda starfinu. Hann var aðeins sex mánuði í starfinu.
Hann tekur við starfinu af landa sínum, Paulo Fonseca, sem var vikið úr starfi í gær. Fonseca var rekinn eftir 1-1 jafntefli gegn Roma í gær en fyrir leikinn var talið um að hann þyrfti sigur til að halda starfinu. Hann var aðeins sex mánuði í starfinu.
Francisco Conceicao, fyrrum stjóri Porto, er tekinn núna AC Milan og skrifar undir 18 mánaða samning.
Hann spilaði áður fyrr með Inter, erkifjendum AC Milan. Einnig lék hann með Parma og Lazio.
Conceicao, sem er fimmtugur, vann ellefu titla á sex árum hjá Porto en hætti þar eftir síðasta tímabil.
AC Milan er í áttunda sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir