Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
„Salah er yfirnáttúrulegur leikmaður“
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah skoraði sitt sautjánda deildarmark á tímabilinu þegar Liverpool sigraði West Ham í gær. Þá lagði þessi 32 ára leikmaður upp tvö mörk og er kominn með þrettán stoðsendingar.

„Tölurnar segja mér að hann sé besti leikmaður heimsfótboltans í dag. Hann spilar með bros á vör og er greinilega að njóta fótboltans. Hann hefði getað skorað þrennu gegn West Ham," segir Ashley Williams, sérfræðingur BBC.

Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool, hlóð Salah lofi á Sky Sports.

„Það er erfitt að finna fleiri lýsingarorð yfir Mohamed Salah, hanner algjörlega magnaður. Hann er yfirnáttúrulegur. Hvort hann sé sá besti má alveg deila um en tölurnar eru ógnvekjandi. Hann er í svo góðu formi og hefur ekkert gefið neitt eftir," sagði Redknapp.

Salah verður samningslaus eftir tímabilið og framtíð hans í óvissu. Hann sagði eftir leikinn í gær að hann og Liverpool væru ekki nálægt samkomulagi um nýjan samning.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 19 11 6 2 38 17 +21 39
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 19 10 5 4 38 23 +15 35
5 Newcastle 19 9 5 5 32 21 +11 32
6 Man City 19 9 4 6 32 26 +6 31
7 Bournemouth 19 8 6 5 29 23 +6 30
8 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
9 Aston Villa 19 8 5 6 28 31 -3 29
10 Brighton 19 6 9 4 29 28 +1 27
11 Tottenham 19 7 3 9 41 28 +13 24
12 Brentford 19 7 3 9 33 35 -2 24
13 West Ham 19 6 5 8 23 35 -12 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 19 4 8 7 20 27 -7 20
16 Everton 18 3 8 7 15 24 -9 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 19 3 5 11 22 42 -20 14
20 Southampton 19 1 3 15 12 39 -27 6
Athugasemdir
banner
banner
banner