Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Víkings Ó. fannst látinn
Michael Newberry.
Michael Newberry.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þau sorglegu tíðindi voru að berast frá Bretlandseyjum að Michael Newberry, fyrrum leikmaður Víkings í Ólafsvík, sé látinn.

Breska ríkisútvarpið fjallar um málið en Newberry var aðeins 27 ára gamall. Hann átti afmæli í dag.

Newberry, sem var varnarmaður, hóf feril sinn með Newcastle á Englandi en spilaði aldrei með aðalliðinu þar. Hann fór til Ólafsvíkur 2018 og var þar í þrjú sumur.

„Veturnir á Íslandi eru erfiðir og þú ert í snjó upp að hnjám. Það var hræðilegt. Þú varst fastur inni út af kuldanum. En það var ótrúlegt að vera þarna á sumrin," sagði Newberry í viðtali árið 2021.

Hann spilaði svo síðustu ár í Norður-Írlandi með Linfield og Cliftonville en hann gekk í raðir síðarnefnda félagsins síðasta sumar. Búið er að fresta næstu leikjum Linfield og Cliftonville vegna þessara sorglegu tíðinda.

Ekki hefur verið gefið út hver dánarorsökin er.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner