Þau sorglegu tíðindi voru að berast frá Bretlandseyjum að Michael Newberry, fyrrum leikmaður Víkings í Ólafsvík, sé látinn.
Breska ríkisútvarpið fjallar um málið en Newberry var aðeins 27 ára gamall. Hann átti afmæli í dag.
Breska ríkisútvarpið fjallar um málið en Newberry var aðeins 27 ára gamall. Hann átti afmæli í dag.
Newberry, sem var varnarmaður, hóf feril sinn með Newcastle á Englandi en spilaði aldrei með aðalliðinu þar. Hann fór til Ólafsvíkur 2018 og var þar í þrjú sumur.
„Veturnir á Íslandi eru erfiðir og þú ert í snjó upp að hnjám. Það var hræðilegt. Þú varst fastur inni út af kuldanum. En það var ótrúlegt að vera þarna á sumrin," sagði Newberry í viðtali árið 2021.
Hann spilaði svo síðustu ár í Norður-Írlandi með Linfield og Cliftonville en hann gekk í raðir síðarnefnda félagsins síðasta sumar. Búið er að fresta næstu leikjum Linfield og Cliftonville vegna þessara sorglegu tíðinda.
Ekki hefur verið gefið út hver dánarorsökin er.
???? pic.twitter.com/lhRFILjwgz
— Cliftonville FC (@cliftonvillefc) December 30, 2024
Athugasemdir