
Íslenska landsliðið æfði í Le Mans í Frakklandi í gær en liðið leikur gegn Frökkum í Þjóðadeildinni á morgun.
Liðið mætir Frökkum í Le Mans á þriðjudagskvöldið en völlurinn, Stade Marie-Marvingt, er við kappakstursbrautina frægu sem er hvað þekktust fyrir sólarhrings kappaksturinn sem fer næst fram 11. - 15. júní næstkomandi.
Leikurinn fer fram nokkuð seint á staðartíma á morgun eða 21:10 sem er 20:10 að íslenskum tíma.
Meðfylgjandi myndir eru frá æfingunni í gær en mjög létta var yfir leikmönnum íslenska liðsins.
Athugasemdir