
Ísland æfði í gær á keppnisvellinum í Frakklandi þar sem liðið mætir heimakonum í Þjóðadeildinni í kvöld. Hér neðst í fréttinni smá sjá fjölda mynda af æfingunni.
Leikurinn fer fram á Stade Marie Marvingt leikvanginum í Le Mans í Frakklandi og hefst 20:10. Heimaliðið þar er Le Mans FC sem leikur í næst efstu-deild karlamegin.
Völlurinn sem var klár árið 2011 er hinn glæsilegasti eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Hann tekur 25.064 áhorfendur í sæti. Það gerir hann að 18. stærsta leikvangi Frakka.
Á vellinum er svokallað hybrid gras eins og nú er verið að leggja á Laugardalsvöll.
Athugasemdir