Breiðablik er einum leik frá því að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ef það tekst er félagið öruggt með rúmlega 3,4 milljónir evra frá UEFA eða rúmlega 492 milljónir íslenskra króna.
Þetta er samanlögð upphæð með því sem Breiðablik hefur þegar tryggt sér. Upphæðin hækkar svo með góðum úrslitum í riðlinum sjálfum.
Breiðablik vann fyrri leik sinn í umspilinu gegn FC Struga í Norður Makedóníu 1-0, gott veganesti fyrir seinni leikinn sem verður á Kóapvogsvelli næsta fimmtudag.
Þetta er samanlögð upphæð með því sem Breiðablik hefur þegar tryggt sér. Upphæðin hækkar svo með góðum úrslitum í riðlinum sjálfum.
Breiðablik vann fyrri leik sinn í umspilinu gegn FC Struga í Norður Makedóníu 1-0, gott veganesti fyrir seinni leikinn sem verður á Kóapvogsvelli næsta fimmtudag.
Sigur eða jafntefli í seinni leiknum og Breiðablik verður í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Það hefur verið draumur stærstu félaga landsins að komast í riðlakeppni í Evrópu og ekkert lið hefur verið í betra færi til að láta þann draum rætast en Breiðablik er núna.
Athugasemdir