Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   fös 28. mars 2025 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Íþróttavikan 
Kjartan Henry: Mjög þroskuð ákvörðun
Kjartan Kári á hybrid grasinu í vikunni.
Kjartan Kári á hybrid grasinu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kjartan Kári Halldórsson tók þá ákvörðun í vetur að halda tryggð við FH eftir að félagið samþykkti tilboð frá Val í leikmanninn. Hann ræddi við Val en taldi réttast fyrir sig að vera áfram í Kaplakrika og skrifaði í kjölfarið undir nýjan samning við FH.

Hann sagði við Fótbolta.net að samtölin við Val hefðu verið góð „en hjartað sagði mér að vera áfram í FH."

Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, var gestur í Íþróttavikunni á 433.is. Þar var hann spurður út í ákvörðun nafna síns.

„Bara skynsamleg ákvörðun hjá honum, finnst mér. Hann er á góðri vegferð, fór út, kom aftur heim og ég veit að honum líður vel í Krikanum og mér finnst þetta bara mjög þroskuð ákvörðun. Ég held það séu ekki margir á hans aldri sem myndu taka þessa ákvörðun. Það er oft hægara sagt en gert að gera svoleiðis, þannig að hann sýndi mikla tryggð og við vonum að við getum launað honum það til baka. Hann er mikilvægur og flottur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Kjartan Henry í þættinum.

Kjartan Kári, sem verður 22 ára í sumar, hefur verið á óskalista Víkings, en líklegt þykir að hann horfi í þann möguleika að komast út í atvinnumennsku síðar á þessu ári. Hann er snöggur og teknískur kantmaður sem átti mjög gott tímabil í fyrra. Hann er uppalinn hjá Gróttu, var keyptur til Haugesund eftir tímabilið 2022 en sneri til Íslands á láni fyrir tímabilið 2023 og hefur verið hjá FH síðan.
Athugasemdir
banner