Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
banner
   lau 29. mars 2025 19:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikur: Vestri lagði Stjörnuna í leynileik á Samsung
Túfa skoraði bæði fyrir gestina.
Túfa skoraði bæði fyrir gestina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Örvar skoraði eina mark heimamanna.
Örvar skoraði eina mark heimamanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 2 Vestri

Stjarnan og Vestri léku sinn síðasta leik í dag fyrir Íslandsmót en liðin mættust í æfingaleik á Samsungvellinum í Garðabæ. Leikurinn var ekki auglýstur og má segja að leikið hafi verið fyrir luktum dyrum í dag.

Slæmt gengi Stjörnunnar fyrir mót heldur áfram en liðið tapaði leiknum í dag, 1-2 urðu lokatölur.

Það var Vladimir Tufegdzic sem skoraði bæði mörk Vestra í leiknum en hann hefur verið nokkuð iðinn við kolann á undirbúningstímablinu.

Það var Örvar Eggertsson sem skoraði mark Stjörnunnar í leiknum.

Vestri heimsækir Val í fyrstu umferð Bestu deildarinnar eftir átta daga og Stjarnan tekur á móti FH eftir níu daga.

Í spá Fótbolta.net er Vestra spáð næstneðsta sæti en það kemur ekki í ljós fyrr en í næstu viku í hvaða sæti spámenn Fótbolta.net setja Stjörnuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner