„Geggjuð liðsheild, geggjaður andi og stemning. Það er það sem skóp sigurinn í dag á móti erfiðu liði," sagði Stefán Gíslason, þjálfari Leiknis, eftir 2-0 sigur á Víkingi Ólafsvík í Inkasso-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 0 Víkingur Ó.
„Við skorum tvö á móti þeim, við fáum mark dæmt af okkur sem að ég held að hafi verið vafasamt, við sköpum okkur færi. Mjög góður dagur hjá okkur."
Nacho Heras skoraði mark í fyrri hálfeik sem var dæmt af vegna rangstöðu. Það var umdeildur dómur.
„Þetta jafnast nú yfirleitt út. Það hefur ekki mikið fallið með okkur. Yfir heilt tímabil jafnast þetta út og við eigum eftir að fá einhver vafaatriði með okkur seinna á tímabilinu."
„Við viljum vera í efri hluta deildarinnar. Við viljum gefa öllum liðum leik sem mér finnst við hafa gert. Við erum ósáttir við að fá ekki meira úr leikjunum gegn Aftureldingu og Njarðvík, en við höfum verið að spila vel. Strákarnir eiga virkilegt hrós skilið."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir