Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 31. maí 2024 21:39
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Afturelding og Þróttur með sína fyrstu sigra
Lengjudeildin
Oliver Bjerrum Jensen skoraði sigurmark Aftureldingar
Oliver Bjerrum Jensen skoraði sigurmark Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Kristjánsson (t.v.) skoraði tvö fyrir Þróttara
Kári Kristjánsson (t.v.) skoraði tvö fyrir Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson sótti stig fyrir Grindvíkinga
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson sótti stig fyrir Grindvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og Þróttur R. unnu sínu fyrstu sigra í Lengjudeild karla í kvöld. Grindavík og Keflavík gerðu á meðan 2-2 jafntefli í nágrannaslag.

Bæði Afturelding og Þróttur höfðu byrjað illa. Það var líklega meiri skilningur fyrir erfiðu gengi Þróttara en Afturelding var með bestu liðum síðasta tímabils og var þá hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild.

Afturelding hafði aðeins náð í tvö stig úr fyrstu fjórum leikjunum en Þróttur með aðeins eitt stig.

Þróttarar kjöldrógu ÍR-inga, 5-0, á AVIS-vellinum í Laugardal.

Heimamenn komust í forystu á 21. mínútu er Sigurður Steinar Björnsson tók viðstöðulaust skot fyrir utan teig í stöng og inn áður en Kári Kristjánsson bætti við öðru með að pota boltanum í netið á 37. mínútu.

Ísak Daði Ívarsson gerði þetta mikilvæga þriðja mark á 54. mínútu eftir klaufaskap í vörn ÍR-inga áður en Kári gerði annað mark sitt rúmum fimmtán mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma með glæsilegu skoti.

Jörgen Pettersen kláraði niðurlæginguna undir lokin. Hann átti skot sem Vilhelm Þráinn SIgurjónsson varði aftur út á Jörgen sem skallaði boltann í netið.

Stór og ótrúlega sanngjarn sigur Þróttara sem eru komnir upp úr fallsæti og í 10. sæti með 4 stig. ÍR er í sætinu fyrir ofan með 5 stig.

Afturelding komin með fyrsta sigurinn

Afturelding lagði Leikni að velli, 1-0, í Breiðholti.

Gestirnir stýrðu fyrri hálfleiknum meira og minna. Liðið skapaði sér nokkur góð færi en tókst ekki að reka síðasta smiðshöggið á sóknirnar.

Leiknismenn voru nálægt því að taka forystuna á 69. mínútu er Sindri Björnsson setti boltann í slá eftir aukaspyrnu Róberts Quental.

Fjórtán mínútum síðar koma eina mark leiksins. Oliver Bjerrum Jensen gerði það. Aron Jóhannsson kom með hornspyrnu inn í teiginn sem var hreinsuð frá, en þó ekki lengra en á Oliver sem smurði boltann í nærhornið.

Fyrsti sigur Aftureldingar staðreynd og er liðið komið upp i 8. sæti með 5 stig en Leiknir nú í botnsætinu með aðeins 3 stig.

Jafnt í grannaslag

Grindavík og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli í Safamýri.

Keflvíkingar voru án Sami Kamel, lykilmanns liðsins, en meiðsli herjuðu einnig Grindvíkinga sem voru án 7 eða 8 leikmanna.

Keflvíkingar skoruðu fyrsta markið á 18. mínútu. Leikmenn spiluðu boltanum sín á milli áður en boltinn kom inn í hlaupaleið Stefáns Jóns Friðrikssonar sem skoraði.

Kwame Quee jafnaði fyrir Grindvíkinga á 34. mínútu. Matevz Turkus kom boltanum í teiginn og ætlaði Gunnlaugur Fannar Guðmundsson að koma sér í boltann en náði ekki til hans. Það tók Ásgeir Orra Magnússon, markvörð Keflavíkur, úr jafnvægi og náði Kwame Quee að pota boltanum yfir línuna.

Í blálok fyrri hálfleiks komust Keflvíkingar aftur yfir er Ingólfur Hávarðarson stýrði hornspyrnu Ara Steins Guðmundssonar í eigið net. Óheppilegt mark og staðan í hálfleik 2-1 Keflavík í vil.

Á lokamínútum síðari hálfleiks voru Keflvíkingar líklegir til að bæta við forystuna. Mamadou Diaw fór illa meða dauðafæri og átti það eftir að kosta Keflvíkinga stig.

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, sem hafði verið afar ferskur í leiknum, skoraði. Gunnlaugur Fannar ætlaði að skalla fyrirgjöf aftur fyrir sig í átt að eigin marki. Ásgeir sló boltann óheppilega fyrir Dag sem setti boltann í netið.

Turkus gat sótt öll stigin fyrir Grindvíkinga er hann fékk boltann aleinn hægra megin í teignum en Ásgeir sá við honum. Lokatölur 2-2 í Safamýri. Keflavík er í 5. sæti með 5 stig en Grindavík í næst neðsta sæti með 4 stig.

Þróttur R. 5 - 0 ÍR
1-0 Sigurður Steinar Björnsson ('21 )
2-0 Kári Kristjánsson ('37 )
3-0 Ísak Daði Ívarsson ('54 )
4-0 Kári Kristjánsson ('74 )
5-0 Jorgen Pettersen ('77 )
Lestu um leikinn

Leiknir R. 0 - 1 Afturelding
0-1 Oliver Bjerrum Jensen ('83 )
Lestu um leikinn

Grindavík 2 - 2 Keflavík
0-1 Stefán Jón Friðriksson ('18 )
1-1 Kwame Quee ('34 )
2-1 Ingólfur Hávarðarson ('45 , sjálfsmark)
3-1 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('86 )
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 8 5 2 1 15 - 10 +5 17
3.    ÍBV 8 3 4 1 16 - 10 +6 13
4.    Afturelding 8 3 2 3 11 - 16 -5 11
5.    Keflavík 8 2 4 2 13 - 7 +6 10
6.    Grindavík 7 2 4 1 14 - 12 +2 10
7.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
8.    ÍR 8 2 3 3 9 - 15 -6 9
9.    Dalvík/Reynir 8 1 4 3 10 - 14 -4 7
10.    Þróttur R. 8 1 3 4 12 - 13 -1 6
11.    Þór 7 1 3 3 9 - 13 -4 6
12.    Leiknir R. 8 2 0 6 9 - 17 -8 6
Athugasemdir
banner
banner