,,Ég er ótrúlega ánægð með þetta," sagði Ólína Viðarsdóttir eftir að hún samdi við Fylki í dag.
Ólína ákvað að ganga í raðir Fylkis eftir að hafa leikið með Val undanfarin tvö ár.
,,Ég heillaðist af metnaðinum og kraftinum sem ég fann hérna og langaði rosalega mikið að taka þátt í því."
,,Þetta var ákveðið á einum degi. Þegar ég heyrði í þjálfurunum, stjórninni og ráðinu þá sannfærðist ég strax. Ég er mjög spennt fyrir þessu," sagði Ólína en markmiðið er sett hátt í Árbænum næsta sumar.
Ólína ákvað að ganga í raðir Fylkis eftir að hafa leikið með Val undanfarin tvö ár.
,,Ég heillaðist af metnaðinum og kraftinum sem ég fann hérna og langaði rosalega mikið að taka þátt í því."
,,Þetta var ákveðið á einum degi. Þegar ég heyrði í þjálfurunum, stjórninni og ráðinu þá sannfærðist ég strax. Ég er mjög spennt fyrir þessu," sagði Ólína en markmiðið er sett hátt í Árbænum næsta sumar.
,,Þær stóðu sig frábærlega í fyrra og tóku stórt stökk úr 1. deildinni upp í efri hlutann í Pepsi. Stefnan er að gera betur og ég hef fulla trú á að við getum það."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir