Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 30. júní 2015 16:45
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Árni fékk höfuðhögg - Kominn í frí
Guðjón Árni fékk N1 höfuðhöggið í leik gegn ÍA.
Guðjón Árni fékk N1 höfuðhöggið í leik gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Hvorki Guðjón Árni Antoníusson né Richard Arends voru í leikmannahópi Keflavíkur í 2-1 tapi liðsins gegn Stjörnunni í gærkvöldi.

Ástæðan fyrir því er að þeir báðir hafa verið að glíma við meiðsli að undanförnu og er óljóst hvenær þeir snúa til baka á knattspyrnuvöllinn.

Guðjón Árni fékk höfuðhögg í leik gegn ÍA í þar síðustu umferð en Guðjón Árni hefur misst af stórum hluta af síðustu tveimur tímabilum eftir að hafa fengið þrisvar sinnum höfuðhögg.

Haukur Ingi Guðnason þjálfari Keflavíkur segir að ákveðið hafi verið að gefa Guðjóni Árna frí frá knattspyrnuiðkun í óákveðinn tíma. „Við viljum ekki vera að taka neina áhættu. Við vitum söguna hans og við viljum að hann nái fullum bata áður en hann snýr aftur. Hvort það verði eftir viku, mánuð eða lengur get ég ekki sagt til um," sagði Haukur Ingi.

Ekkert vita hversu lengi Arends verður frá
Richard Arends markvörður Keflavíkur hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa undanfarnar vikur. Hann fer í myndatöku í dag og það kemur því í ljós seinna í vikunni hvernig staðan á Arends sé.

Haukur Ingi segir að ekkert sé farið að skoða, hvort félagið þurfi að fá sér nýjan markmann þegar félagaskiptaglugginn opni. Sindri Kristinn Ólafsson hefur staðið í marki Keflavíkur í fjarveru Arends og segir Haukur Ingi, að þjálfarnir treysti Sindra 100% fyrir því hlutverki.
Athugasemdir
banner
banner
banner