Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
   lau 05. apríl 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Musiala fór meiddur af velli - Ekki með gegn Inter
Mynd: EPA
Bayern varð fyrir áfalli í gær þar sem Jamal Musiala þurfti að fara af velli í 3-1 sigri gegn Augsburg í þýsku deildinni.

Bayern lenti undir í leiknum en Musiala jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Musiala þurfti að fara af velli vegna meiðsla aftan í læri snemma í seinni hálfleik.

Max Eberl, stjórnarmaður hjá Bayern, sagði að Musiala yrði líklega ekki klár þegar Bayern fær Inter í heimsókn í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn.

Það eru mikil meiðslavandræði í herbúðum Bayern en Alphonso Davies, Dayot Upamencano og Hiroki Ito verða ekki meira með á tímabilinu. Manuel Neuer, Kingsley Coman og Aleksander Pavlovic eru einnig fjarverandi.
Athugasemdir
banner
banner