Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Þrjú jafntefli og þriðja tap Atalanta í röð
Eldor Shomurodov tryggði Roma stig
Eldor Shomurodov tryggði Roma stig
Mynd: EPA
Atalanta hefur tapað þremur leikjum í röð
Atalanta hefur tapað þremur leikjum í röð
Mynd: EPA
Ítölsku liðin voru mikið í því að deila stigunum á milli sín í 31. umferðinni í Seríu A í dag en Lazio var eina liðið sem náði í öll þrjú.

Lazio vann nauman 1-0 sigur á Atalanta í Bergamó. Danski sóknarmaðurinn Gustav Isaksen skoraði sigurmarkið á 54. mínútu og hélt Evrópubaráttu Lazio á lífi.

Liðið er í 6. sæti með 55 stig, aðeins stigi frá Meistaradeildarsæti, en Atalanta, sem var að tapa þriðja deildarleiknum í röð, er áfram í 3. sæti með 58 stig og óhætt að segja að liðið sé búið að skrá sig úr leik í titilbaráttunni.

Roma og Juventus gerðu 1-1 jafntefli í stórleik dagsins. Manuel Locatelli skoraði mark Juventus á 40. mínútu en Úsbekinn Eldor Shomurodov jafnaði metin í byrjun síðari.

Slæm úrslit fyrir bæði lið sem eru í Meistaradeildarbaráttu en Juventus er í 5. sæti með 56 stig en Roma í 7. sæti með 53 stig.

Torino gerði 1-1 jafntefli við Verona og þá var markalaust hjá Empoli og Cagliari.

Atalanta 0 - 1 Lazio
0-1 Gustav Isaksen ('54 )

Empoli 0 - 0 Cagliari

Roma 1 - 1 Juventus
0-1 Manuel Locatelli ('40 )
1-1 Eldor Shomurodov ('49 )

Torino 1 - 1 Verona
0-0 Che Adams ('62 , Misnotað víti)
0-1 Amin Sarr ('64 )
1-1 Eljif Elmas ('67 )
Rautt spjald: Samuele Ricci, Torino ('86)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 31 20 8 3 69 30 +39 68
2 Napoli 30 19 7 4 47 24 +23 64
3 Atalanta 31 17 7 7 63 30 +33 58
4 Juventus 31 14 14 3 47 29 +18 56
5 Bologna 30 15 11 4 50 34 +16 56
6 Lazio 31 16 7 8 52 42 +10 55
7 Roma 31 15 8 8 46 31 +15 53
8 Fiorentina 31 15 7 9 49 32 +17 52
9 Milan 31 13 9 9 47 37 +10 48
10 Torino 31 9 13 9 36 36 0 40
11 Udinese 31 11 7 13 36 42 -6 40
12 Genoa 31 9 11 11 29 38 -9 38
13 Como 31 8 9 14 39 48 -9 33
14 Verona 31 9 4 18 30 59 -29 31
15 Cagliari 31 7 9 15 31 44 -13 30
16 Parma 31 5 12 14 37 51 -14 27
17 Lecce 31 6 8 17 22 50 -28 26
18 Empoli 31 4 12 15 24 47 -23 24
19 Venezia 31 3 12 16 24 44 -20 21
20 Monza 31 2 9 20 25 55 -30 15
Athugasemdir
banner