Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Tvö rauð spjöld og mikið fjör er KA og KR skildu jöfn
Jóhannes Kristinn gerði jöfnunarmark KR
Jóhannes Kristinn gerði jöfnunarmark KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, sá rautt fyrir að slá Andra Fannar Stefánsson
Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, sá rautt fyrir að slá Andra Fannar Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrra mark KA
Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrra mark KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 2 - 2 KR
0-1 Luke Morgan Conrad Rae ('10 )
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('25 )
2-1 Hans Viktor Guðmundsson ('32 )
2-2 Jóhannes Kristinn Bjarnason ('43 )
Rautt spjald: ,Aron Sigurðarson, KR ('88)Hjalti Sigurðsson , KR ('95) Lestu um leikinn

KA og KR sættust á að deila stigunum í 2-2 jafntefli liðanna í 1. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í dag en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleiknum og fóru þá tvö rauð spjöld á loft undir lok leiks.

KR-ingar skoruðu fyrsta mark leiksins eftir mistök Ívars Arnar Árnasonar á 10. mínútu. Ívar átti slæma sendingu á Atla Sigurjónsson sem sendi Luke Rae strax í gegn. Hann var í engum vandræðum með að klára færið og fyrsta mark KR komið í hús.

Ásgeir Sigurgeirsson gat jafnað metin aðeins þremur mínútum síðar er hann komst einn í gegn á móti Halldóri Snæ Georgssyni, en sá síðarnefndi varði frábærlega.

Honum brást hins vegar ekki bogalistin í öðru dauðafæri sínu er Hans Viktor Guðmundsson kom með boltann á Bjarna Aðalsteinsson, sem lagði hann skemmtilega fyrir Ásgeir og þaðan hafnaði boltinn í netinu.

Sjö mínútum síðar kom Hans Viktor heimamönnum í forystu eftir hornspyrnu. Ásgeir flikkaði boltanum aftur fyrir sig og á Hans sem stangaði honum í netið.

Mikið líf og fjör í fyrri hálfleiknum og því var svo sannarlega ekki lokið því Jóhannes Kristinn Bjarnason náði að jafna metin fyrir KR þegar lítið var eftir af hálfleiknum. Finnur Tómas Pálmason kom boltanum á Jóhannes sem lét bara vaða fyrir utan teig og yfir Steinþór Már Auðunsson í marki KA. Glæsilegt mark hjá KR-ingnum.

Markaveisla í fyrri en ekki var hægt að segja það sama um síðari hálfleikinn.

Jóhannes Kristinn komst næst því að tryggja KR sigurinn þegar hálftími var eftir en skot hans fór í stöngina.

Á lokamínútum leiksins færðist mikill hasar í leikinn. Aron Sigurðarson sá rautt fyrir að slá til Andra Fannars Stefánssonar og nokkrum mínútum síðar var Hjalta Sigurðssyni vikið af velli fyrir að rífa Jakob Snæ Árnason niður á miðjum velli. Það var annað gula spjald Hjalta og kláruðu því KR-ingar leikinn tveimur mönnum færri.

KA tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og urðu lokatölur 2-2 á Greifavelli. Stuð og stemning í fyrstu umferð Bestu deildarinnar, en KR mætir næst Val á meðan KA spilar við Víking.

KA Steinþór Már Auðunsson (m), Ívar Örn Árnason, Rodrigo Gomes Mateo, Viðar Örn Kjartansson, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Ásgeir Sigurgeirsson, Hrannar Björn Steingrímsson, Dagur Ingi Valsson, Ingimar Torbjörnsson Stöle, Hans Viktor Guðmundsson, Bjarni Aðalsteinsson
Varamenn Kári Gautason, Andri Fannar Stefánsson, Mikael Breki Þórðarson, Markús Máni Pétursson, Jakob Snær Árnason, Guðjón Ernir Hrafnkelsson, Snorri Kristinsson, Dagbjartur Búi Davíðsson, William Ansgar Tonning (m)

KR Halldór Snær Georgsson (m), Aron Sigurðarson, Jóhannes Kristinn Bjarnason, Finnur Tómas Pálmason, Eiður Gauti Sæbjörnsson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Luke Morgan Conrad Rae, Vicente Rafael Valor Martínez, Gabríel Hrannar Eyjólfsson, Atli Sigurjónsson, Hjalti Sigurðsson
Varamenn Alexander Helgi Sigurðarson, Guðmundur Andri Tryggvason, Alexander Rafn Pálmason, Óliver Dagur Thorlacius, Ástbjörn Þórðarson, Kristófer Orri Pétursson, Róbert Elís Hlynsson, Aron Þórður Albertsson, Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
2.    ÍA 1 1 0 0 1 - 0 +1 3
3.    KA 1 0 1 0 2 - 2 0 1
4.    KR 1 0 1 0 2 - 2 0 1
5.    Valur 1 0 1 0 1 - 1 0 1
6.    Vestri 1 0 1 0 1 - 1 0 1
7.    FH 0 0 0 0 0 - 0 0 0
8.    ÍBV 0 0 0 0 0 - 0 0 0
9.    Stjarnan 0 0 0 0 0 - 0 0 0
10.    Víkingur R. 0 0 0 0 0 - 0 0 0
11.    Fram 1 0 0 1 0 - 1 -1 0
12.    Afturelding 1 0 0 1 0 - 2 -2 0
Athugasemdir
banner
banner