Benoný Breki Andrésson, leikmaður Stockport County, verður ekki með liðinu næstu vikurnar eftir að hafa rotast á æfingu liðsins í gær.
Framherjinn fék þungt höfuðhögg, rotaðist og fékk heilahristing. Hann var á spítala í Bristol allan gærdag.
Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net er vonast til þess að Benoný verði klár eftir um þrjár vikur.
Framherjinn fék þungt höfuðhögg, rotaðist og fékk heilahristing. Hann var á spítala í Bristol allan gærdag.
Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net er vonast til þess að Benoný verði klár eftir um þrjár vikur.
Benoný missir af leik dagsins í dag gegn Exeter og svo næstu leikjum gegn Rotherham og Peterborough. Hann missir af öllum líkindum líka af leikjum liðsins gegn Huddersfield og Lincoln en svo er lokaleikur deildarkeppninnar gegn Wycombe í byrjun maí og er möguleiki að Benoný nái þeim leik.
Liðið er í fimmta sæti þegar sex leikir eru eftir af deildinni og þarf mikið að gerast svo liðið fara ekki í umspil um sæti í Championship deildinni. Umspilið hefst í maí.
Benoný er nítján ára, hann var seldur til Stockport frá KR í vetur eftir að hafa orðið markakóngur Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Hann hefur skorað þrjú mörk í sjö leikjum með Stockport og skoraði á dögunum tvö mörk í stórsigri íslenska U21 landsliðsins á Skotlandi en liðin mættust í vináttuleik á Spáni í síðasta mánuði.
Athugasemdir