Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 20:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ægir Jarl skoraði sitt fyrsta mark - Midtjylland tapaði dýrmætum stigum
Ægir Jarl Jónasson
Ægir Jarl Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Elías Rafn Ólafsson var í rammanum þegar Midtjylland tapaði dýrmætum stigum í titilbaráttunni í dönsku deildinni.

Liðið tapaði 2-1 gegn Randers en Midtjylland er á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á FC Kaupmannahöfn sem á leik til góða.

Ægir Jarl Jónasson og Ágúst Eðvald Hlynsson voru í byrjunarliði AB Kaupmannahöfn þegar liðið vann 3-0 gegn Nykobing í þriðju efstu deild í Danmörku.

Ægir Jarl kom liðinu yfir en þetta var fyrsta mark hans fyrir liðið. Sumir miðlar skrá markið hins vegar sem sjálfsmark.

Liðið er með 31 stig í 5. sæti fyrir lokaumferðina fyrir tvískiptingu en sex efstu liðin keppa í efri hlutanum. Liðið er með þriggja stiga forystu á Hellerup sem er í 7. sæti en Hellerup á einnig leik tíl góða.

Davíð Kristján Ólafsson lék fyrri hálfleikinn þegar Cracovia gerði 1-1 jafntefli gegn Stal Mielec í pólsku deildinni. Liðið er í 5. sæti með 42 stig eftir 27 umferðir.

Rúnar Þór Sigurgeirsson spilaði rúmlega klukkutíma þegar Willem II tapaði 3-1 gegn Heerenveen í hollensku deildinni. Willem II er í 16. sæti með 24 stig eftir 28 umferðir, liðið er fjórum stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner