Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 11:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City reyndi að fá Olmo
Mynd: EPA
Mikil óvissa var um þátttöku Dani Olmo hjá Barcelona á tímabilinu vegna reglna í spænsku deildinni.

Það leit út fyrir að Barcelona mætti ekki skrá hann í leikmannahópinn í deildinni þar sem liðið var yfir launaþakinu. Spænski íþróttadómstóllinn úrskurðaði í vikunni hins vegar að Olmo mætti spilað með Barcelona út tímabilið.

Olmo var skráður úr hópnum í janúar og gat rift samningi sínum við félagið en ekkert varð úr því að lokum.

Spænski miðillinn Sport.es segir frá því að Man City hafi rætt við Olmo í janúar þegar framtíð hans var í mikilli óvissu og vildu gjarnan næla í hann ef hann myndi yfirgefa Barcelona.
Athugasemdir