Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
   lau 05. apríl 2025 13:02
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Fékk Everton ódýrt víti?
Mynd: EPA
Staðan í leik Everton og Arsenal á Goodison Park er nú jöfn, 1-1, eftir að Iliman Ndiaye skoraði úr vítaspyrnu en hún virtist afar ódýr.

Leandro Trossard skoraði mark Arsenal í fyrri hálfleiknum með góðu skoti vinstra megin úr teignum eftir sendingu frá enska vængmanninum Raheem Sterling en Everton jafnaði í byrjun síðari hálfleiks.

Myles Lewis-Skelly og Jack Harrison áttust við í teignum sem varð til þess að Harrison féll í grasið. Vítaspyrna var dæmd og skoraði Ndiaye úr spyrnunni.

Af endursýningu að dæma virtist þetta afar ódýrt víti. Leikmennirnir voru í léttri glímu og útlit fyrir að Harrison hafi brotið fyrst á Lewis-Skelly.

VAR stóð við ákvörðunina og er staðan nú jöfn þegar rúmar tuttugu mínútur eru eftir.

Sjáðu brotið og markið
Athugasemdir
banner