Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 23:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Jöfnunarmark í uppbótatíma dæmt af Udinese
Mynd: EPA
Genoa 1 - 0 Udinese
1-0 Alessandro Zanoli ('77 )

Það var dramatík þegar Genoa lagði Udinese í ítölsku deildinni í kvöld.

Genoa var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en staðan var hins vegar markalaus þegar flautað var til loka hálfleiksins.

Fyrsta færið í seinni hálfleik kom þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma og það var Rui Modesto, leikmaður Udinese, sem skallaði á marki ðen Nicola Leali, markvörður Genoa, varði frábærlega frá honum. Þetta var fyrsta tilraun Udinese á markið.

Stuttu síðar komst Genoa yfir þegar Alessandro Zanoli negldi boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Caleb Ekuban.

Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma flikkaði Lorenzo Lucca boltanum á Modesto sem skoraði en markið var dæmt af þar sem Lucca var rangstæður.

Genoa er í 12. sæti eð 38 stig eftir 31 umferðir. Liðið er tveimur stigum á eftir Udinese sem er í 10. sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 30 20 7 3 67 28 +39 67
2 Napoli 30 19 7 4 47 24 +23 64
3 Atalanta 30 17 7 6 63 29 +34 58
4 Bologna 30 15 11 4 50 34 +16 56
5 Juventus 30 14 13 3 46 28 +18 55
6 Roma 30 15 7 8 45 30 +15 52
7 Lazio 30 15 7 8 51 42 +9 52
8 Fiorentina 30 15 6 9 47 30 +17 51
9 Milan 30 13 8 9 45 35 +10 47
10 Udinese 31 11 7 13 36 42 -6 40
11 Torino 30 9 12 9 35 35 0 39
12 Genoa 31 9 11 11 29 38 -9 38
13 Como 30 7 9 14 36 47 -11 30
14 Verona 30 9 3 18 29 58 -29 30
15 Cagliari 30 7 8 15 31 44 -13 29
16 Parma 30 5 11 14 35 49 -14 26
17 Lecce 30 6 7 17 21 49 -28 25
18 Empoli 30 4 11 15 24 47 -23 23
19 Venezia 30 3 11 16 23 43 -20 20
20 Monza 30 2 9 19 24 52 -28 15
Athugasemdir
banner