Valur 1 - 1 Vestri
0-1 Orri Sigurður Ómarsson ('46 , sjálfsmark)
1-1 Patrick Pedersen ('65 )
Lestu um leikinn
0-1 Orri Sigurður Ómarsson ('46 , sjálfsmark)
1-1 Patrick Pedersen ('65 )
Lestu um leikinn
Valur og Vestri gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildar karla á N1-vellinum á Hlíðarenda í dag. Markamaskínan Patrick Pedersen kom Val til bjargar eftir sjálfsmark Orra Sigurðar Ómarssonar snemma í síðari hálfleiknum.
Valsmenn mættu ákveðnari til leiks og hófu strax orrahríð að marki Vestra.
Tryggvi Hrafn Haraldsson átti skot í stöngina á 4. mínútu og þá bjargaði Sergine Fall á síðustu stundu á 28. mínútu eftir að Patrick Pedersen setti boltann á milli fóta hjá Guy Smit.
Jónatan Ingi Jónsson átti skot rétt yfir markið undir lok hálfleiksins, en vantaði upp á herslumuninn fræga.
Það lifnaði strax yfir þessu í byrjun síðari hálfleiks og voru það Vestra-menn sem komust óvænt í forystu eftir sprellisjálfsmark frá Orra Sigurði Ómarssyni. Hann sendi boltann til baka sem sveif yfir Stefán Þór Ágústsson og í eigið net.
Valsmenn pressuðu á Vestra eftir markið. Tómas Bent Magnússon átti ágætis skalla sem fór rétt yfir markið og þá átti Jónatan Ingi laglegt skot sem var á leiðinni í samskeytin en Smit sá við honum.
Jöfnunarmarkið kom fyrir rest. Aron Jóhannsson átti frábæra sendingu út á vinstri kantinn á Tryggva sem fann Pedersen í hlaupinu og þrumaði hann boltanum í netið.
Gestirnir voru nálægt því að taka aftur forystuna tuttugu mínútum fyrir leikslok. Anton Kralj átti hlaup upp vinstri kantinn og kom með sendinguna á Daða Berg Jónsson sem tók skotið. Boltinn barst aftur út á Anton sem kom honum fyrir á Sergine Fall en Stefán sá við tilraun hans.
Bæði lið reyndu að sækja sigurmarkið en án árangurs og 1-1 jafntefli því niðurstaðan á Hlíðarenda. Valsmenn fengu svo sannarlega færin til þess að vinna leikinn og geta ekki verið sáttir með úrslit dagsins. Gott stig fyrir Vestra sem mætir næst FH á heimavelli á meðan Valur heimsækir KR.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 0 | +2 | 3 |
2. ÍA | 1 | 1 | 0 | 0 | 1 - 0 | +1 | 3 |
3. KA | 1 | 0 | 1 | 0 | 2 - 2 | 0 | 1 |
4. KR | 1 | 0 | 1 | 0 | 2 - 2 | 0 | 1 |
5. Valur | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
6. Vestri | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
7. FH | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
8. ÍBV | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
9. Stjarnan | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
10. Víkingur R. | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
11. Fram | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 1 | -1 | 0 |
12. Afturelding | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 2 | -2 | 0 |
Athugasemdir