Bayern-goðsögnin Thomas Müller hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið eftir þetta tímabil þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið.
Müller er 35 ára gamall uppalinn Bæjari og spilað með félaginu allan sinn feril.
Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 743 leiki spilaða og þá skorað 247 mörk ásamt því að hafa lagt upp 273 mörk.
Þessi sóknarsinnaði leikmaður lék sinn fyrsta leik undir Jürgen Klinsmann árið 2008 og var ekki lengi að eigna sér mikilvægt hlutverk í liðinu.
Undanfarnar vikur hefur Müller átt í viðræðum við Bayern um nýjan samning en aðilarnir náðu ekki saman og hefur félagið og Müller staðfest að þetta verði hans síðasta tímabil. Bayern greinir þó sérstaklega frá því að Müller verði með liðinu á HM félagsliða sem byrjar í júní og klárast um miðjan júlí.
„Thomas Müller er skilgreining af Bæjara-ævintýri. Hann ólst upp í Bæjaralandi og með NBayern. Frá Ammerssee til Allianz og til Asíu og Ameríku. Enginn hefur unnið jafn marga titla í deildinni og eru titlarnir í 33 í heildina. Það segir sitt. Hann er með mest framúrskarandi persónuleikum í sögu Bayern,“ sagði Herbert Hainer, forseti Bayern á heimasíðu félagsins.
Allt í allt eyddi Müller 25 árum hjá Bayern en í sumar tekur við nýtt ævintýri. Hann hefur verið sterklega orðaður við félög í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.
???????????? ???????????????????? ????????????? ???????????? ???????? ????????????????????????.
— FC Bayern München (@FCBayern) April 5, 2025
Wir verneigen uns vor dir, Thomas! ??#DankeThomas pic.twitter.com/ZtjWJw0vnj
Athugasemdir