Það helsta úr slúðurheimum - Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
   lau 05. apríl 2025 21:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Betis stöðvaði sigurgöngu Barcelona
Gavi
Gavi
Mynd: EPA
Barcelona 1 - 1 Betis
1-0 Gavi ('7 )
1-1 Natan ('17 )

Barcelona gat náð sex stiga forystu á toppnum í spænsku deildinni í kvöld með sigri á Real Betis eftir að Real Madrid tapaði gegn Valencia fyrr í dag.

Þetta byrjaði vel fyrir Barcelona þar sem Ferran Torres fann Gavi aleinan við teiginn og hann skoraði af öryggi.

Eftir rúman stundafjórðung jafnaði Natan metin fyrir Betis með skalla eftir hornspyrnu frá Giovani Lo Celso.

Adrían í marki Betis hafði nóg að gera og átti frábæran leik. Hann varði vel frá Lamine Yamal í fyrri hálfleik og varði síðan skot frá Jules Kounde snemma í seinni hálfleik.

Natan reyndi fyrir sér hinu megin á vellinum en Wojciech Szcz?sny varði skot af löngu færi frá honum. Jafntefli niðurstaðan en Barcelona hafði unnið níu leiki í röð í deildinnii fyrir leik kvöldsins.
Athugasemdir
banner