Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo með tvennu í toppslag - Tap hjá Jóa Berg
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo var á skotskónum þegar Al-Nassr vann Al-Hilal í toppbaráttuslag í sádí arabísku deildinni í kvöld.

Marcelo Brozovic lagði upp fyrsta markið fyrir Ali Al Hassan í uppbótatíma í fyrri hálfleik. Strax í upphafi seinni hálfleik skoraði Ronaldo annað mark Al-Nassr eftir undirbúning Sadio Mane.

Sergej Milinkovic-Savic lagði upp mark fyrir Ali Al Bulayhi sem minnkaði muninn fyrir Al Hilal. Ronaldo innsiglaði hins vegar sigur Al-Nassr með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Ronaldo hefur skorað 28 mörk og lagt upp fjögur í 33 leikjum í öllum keppnum á tíambilinu.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn þegar Al-Orobah tapaði 1-0 gegn Al-Okhdood. Al-Hilal er í 2. sæti með 57 stig eftir 26 umferðir og Al-Nassr í 3. sæti með 54 stig, Al-Ittihad er á toppnum með 61 stig og á leik til góða. Al-Orobah er í 13. sæti með 26 stig.
Athugasemdir
banner