Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
   lau 05. apríl 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Bruno myndi smellpassa í lið Real Madrid"
Mynd: EPA
Rene Meulensteen, fyrrum aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Man Utd, segir að Bruno Fernandes yrði fullkominn leikmaður fyrir Real Madrid.

Bruno var orðaður í burtu frá félaginu síðasta sumar en endaði á því að skrifa undir nýjan samning sem gildir til ársins 2027. Meulensteen segir að hann yrði frábær arftaki Luka Modric sem fagnar fertugsafmæli sínu í ár.

„Fólk veltir stundum fyrir sér hvernig Bruno Fernandes kemur tilfinningum sínum frá sér. Það er eitt sem er ljóst fyrir mér, hann er algjör sigurvegari. Hann spilar alla leiki og er skuldbundinn Man Utd og vill allt það besta fyrir félagið. Ég er viss um að hann vilji vinna titla með Man Utd," sagði Meulensteen.

„Ef Real Madrid bankar á dyrnar í sumar myndi hann smellpassa í liðið. Luka Modric er að verða fertugur bráðu og Madrid þarf einhvern á miðjuna með þessa sendingagetu til að mata Rodrygo, Vinicius og Mbappe. Real Madrid yrði alveg ótrúlegt með sendingagetu Bruno og framlínan yrði enn betri."
Athugasemdir
banner