Thomas Muller, leikmaður Bayern, mun yfirgefa félagið í sumar þegar samningur hans rennur út.
Muller er 35 ára og hefur ekki verið í stóru hlutverki á þessu tímabili. Hann staðfesti í viðtali eftir leik liðsins gegn Augsburg í gær að félagið hafi ekki viljað semja við hann upp á nýtt.
Muller er 35 ára og hefur ekki verið í stóru hlutverki á þessu tímabili. Hann staðfesti í viðtali eftir leik liðsins gegn Augsburg í gær að félagið hafi ekki viljað semja við hann upp á nýtt.
"Félagið hefur tekið meðvitaða ákvörðun um að fara ekki í samningaviðræður við mig fyrir komandi leiktíð. Jafnvel þó að þetta endurspegli ekki persónulegar óskir mínar, þá er mikilvægt að félagið haldi trú sinni sannfæringu sinni. Ég virði þessa ákvörðun, sem var örugglega ekki auðveld fyrir stjórnina að taka."
Muller hefur leikið hjá Bayern allan sinn feril en hann hefur leikið 743 leiki fyrir liðið og skorað 247 mörk. Hann hefur unnið þýsku deildina tólf sinnum, bikarinn sex sinnum og Meistaradeildina tvisvar.
Athugasemdir