Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan leikinn þegar Lille tapaði dýrmætum stigum gegn Lyon í frönsku deildinni í kvöld.
Lille komst yfir strax í upphafi leiksins en Lyon jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks en það var Alexander Lacazette sem skoraði úr vítaspyrnu. Rayan Cherki tryggði Lyon 2-1 sigur með marki í seinni hálfleik.
Lille komst yfir strax í upphafi leiksins en Lyon jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks en það var Alexander Lacazette sem skoraði úr vítaspyrnu. Rayan Cherki tryggði Lyon 2-1 sigur með marki í seinni hálfleik.
Lyon stökk upp fyrir Lille upp í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri. Liðið er með 48 stig, stigi á undan Lille sem er í 6. sæti en sex umferðir eru eftir.
Danijel Djuric og Logi Hrafn Róbertsson voru ónotaðir varamenn þegar Istra vann frábæran 3-0 sigur gegn Dinamo Zagreb í króatísku deildinni. Istra er í 6. sæti með 35 stig eftir 28 umferðir. Dinamo er í 3. sæti með 46 stig.
Brynjólfur Willumsson spilaði seinni hálfleikinn í 3-1 tapi gegn PSV í hollensku deildinni. Groningen er í 10. sæti með 32 stig eftir 28 umferðir. Jón Dagur Þorsteinsson kom ekki við sögu í frábærum 1-0 sigri Hertha Berlin gegn Köln í næst efstu deild í Þýskalandi. Hertha er í 11. sæti með 35 stig eftir 28 umferðir en þetta var þriðji sigur liðsins í röð.
Andri Lucas Guðjohnsen kom ekki við sögu þegar Gent tapaði 3-0 gegn Union Saint-Gilloise í belgísku deildinni. Gent er í 6. sæti með 23 stig.
Adam Ægir Pálsson sat á bekknum þegar Novara vann 1-0 gegn Arzignano í ítölsku C-deildinni. Novara er í 10. sæti með 48 stig eftir 35 umferðir.
Athugasemdir