Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 19:05
Brynjar Ingi Erluson
Amorim: Ég er ekki barnalegur eða klikkaður
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir eftir markalausa jafnteflið gegn nágrönnunum í Manchester City að liðið þurfi að bæta margt og það sem allra fyrst.

Grannaslagurinn var ekkert sérstakur fyrir augað. Liðin sköpuðu sér ekki mörg dauðafæri og var markalaus jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða.

Amorim var ánægður með margt í leiknum en segir mikið svigrúm til bætinga.

„Við fengum færin til að vinna leikinn og nýttum hraðann í umbreytingum. Það komu augnablik þar sem við vorum með boltann og ýttum Man City á þeirra vallarhelming, en þegar þú horfir á leikinn þá getum vel við unað að hafa gert jafntefli.“

„Við vorum nær því að skora mark en þeir voru meira með boltann sem er eðlilegt. Ederson gerði mjög vel og við nýttum sendingarnar í að taka framhjáhlaupin, hlutir sem við gerðum ekki gegn Nottingham Forest en Ederson var alltaf þarna. Við þurfum að bæta svo margt á öllum sviðum leiksins. Uppspil, umbreytingar, ákvarðanir á síðasta þriðjungi vallarins. Við bara verðum að bæta okkur.“

„Hver einasti leikmaður getur bætt sig. Þeir eru þarna því þeir hafa sýnt eitthvað hjá öðrum félögum. Þeir hafa gæðin og við erum lið sem er hættulegra þegar við vinnum boltann, en við þurfum að eyða meiri tíma á síðasta þriðjungnum til að skapa færi.“

„Ég sé tengingarnar. Leikmönnum líður betur í stöðunum og við getum fundið leikmenn á milli lína og erum rólegir á boltann. Við erum betri en það er margt sem við þurfum að bæta.“

„Ég er ekki barnalegur eða klikkaður. Ég skil það þegar ég horfi á andstæðinginn að það er stórt bil á milli, en sem leiðtogi get ég ekki sagt að við munum þurfa mikinn tíma. Það þarf að finna fyrir því að þetta sé brýn nauðsyn og rífa sig að gera hlutina betri. Maður hefur ekki mikinn tíma hjá félagi eins og Man Utd. Við erum í tímaþröng, það er alveg ljóst,“
sagði Amorim.

LIðin eru ekki í titilbaráttu og segir Amorim það helstu ástæðuna fyrir skemmtanagildi leiksins.

„Þessi tvö lið eru ekki í titilbaráttu og það breytti leiknum. Það er hægt að gera þetta að sprellileik, en tilfinningin að tapa ekki stigi og vinna alla leiki heima er ekki til staðar. Það er erfitt að segja það og við þurfum að vera að berjast um stóra hluti. Ef við gerum það þá er tilfinningin allt önnur. Maður myndi finna fyrir þeirri nauðsyn sem þið funduð ekki fyrir í dag því bæði lið eru svolítið efins,“ sagði Amorim.
Athugasemdir
banner