Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
banner
   lau 05. apríl 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Væntanlega stórslys fyrir þessi tvö lið ef annað lið næði að smeygja sér á milli þeirra"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðabliki og Víkingi er spáð velgengni í sumar og langflestir með þau lið í efstu tveimur sætunum í spám fyrir Íslandsmótið.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var spurður út í toppbaráttuna í vikunni.

„Miðað við leikmannahóp, og árangur undanfarinna ára, þá væri það væntanlega stórslys fyrir þessi tvö lið ef eitthvað þriðja lið næði að smeygja sér á milli þeirra. Ég held að það sé alveg ljóst og held að ég sé ekki að setja neina aukna pressu á Breiðablik og Víking þegar ég segi það," sagði Óskar.

„Við sjáum að það er verk að vinna að brúa bilið sem þessi lið hafa byggt upp á undanförnum árum, og með Val líka sem er með öflugan hóp en hefur kannski ekki náð að spila eins vel og menn héldu undanfarin tvö ár. Ég held að þessi tvö lið eigi að vera í sérflokki og okkar vinna felst í því að minnka þetta bil og ég held að það gerist."

Það sem þú hefur séð, hvort liðið er betra, Víkingur eða Breiðablik?

„Ég hef enga skoðun á því, gæti í raun ekki staðið meira á sama um það. Eina sem ég hugsa um er okkar lið. Ég held það sé alveg rétt sem menn hafa talað um, þetta snýst um að grípa augnablikið og það lið sem grípur augnablikið mun örugglega standa uppi sem sigurvegari. Mér er eiginlega sama, því miður, um restina af deildinni. Eina sem ég hugsa um er KR; hvernig við getum orðið betri á hverjum degi og hversu hratt getum við brúað þetta bil. Þar liggur einbeitingin mín," sagði Óskar.
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner