Udogie orðaður við Man City - Huijsen eftirsóttur - Will Still gæti tekið við Southampton
   sun 06. apríl 2025 06:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Bjóst við lengra banni - „Ég þarf bara að taka afleiðingunum“
Elmar Atli Garðarsson.
Elmar Atli Garðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri hefur leik í Bestu deildinni í dag þegar liðið heimsækir Val á Hlíðarenda í leik sem hefst klukkan 14.

Vestra er spáð ellefta sæti í deildinni en verður án fyrirliða síns, Elmars Atla Garðarssonar, í fyrstu sjö umferðunum þar sem hann afplánar bann vegna brota á veðmálareglum.

Hann veðjaði á alls 36 leiki á mótum sem Vestri tók þátt í á síðasta ári og var dæmdur í þriggja mánaða bann.

„Ég vissi eiginlega ekkert við hverju ég átti að búast. Það hafa komið upp tvö svipuð mál og ég var alveg að búast við þyngri dómi. En líka auðvitað að vonast eftir mildari dómi. Þetta hefði getað farið verr fyrir mig. Kannski bara sanngjarn dómur, maður braut reglur," sagði Elmar Atli í viðtali við RÚV á dögunum.

„Eins og hefur komið fram þá voru þetta ekki margir leikir. En það er sama, þetta er bannað og ég get ekkert afsakað mig neitt með það. Það voru reglur sem ég braut og ég þarf bara að taka afleiðingunum."

„Ég hef fengið góðan stuðning og engin leiðindi frá neinum. Félagið hefur staðið þétt við bakið á mér og sýnt mér mikinn stuðning. Maður veit ekki hvar maður væri án stuðnings frá Samma formanni og Davíð Smára þjálfara."

sunnudagur 6. apríl
14:00 Valur-Vestri (N1-völlurinn Hlíðarenda)
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)
19:15 Fram-ÍA (Lambhagavöllurinn)

mánudagur 7. apríl
18:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner