Það helsta úr slúðurheimum - Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
   lau 05. apríl 2025 22:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í kvöld þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópavogsvelli. Fótbolti.net ræddi við Magnús Má Einarsson, þjálfara Aftureldingar, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Afturelding

„Skemmtilegt fyrir Mosfellsbæ að spila fyrsta leik í efstu deild. Að sjálfsögðu hefði ég viljað geta gert betur, fyrri hálfleikur var ekki nógu góður hjá okkur. Seinni hálfleikur var mun betri," sagði Maggi.

Breiðablik komst yfir snemma leiks þegar Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnu. Magga fannst vítið slá menn utanundir, hann var spurður um siitt álit á dómnum.

„Leiðinlegt að þeir séu að fá ódýra vítaspyrnu þegar það er lítið búið af leiknum og ekkert í gangi. Eins og Gylfi Orra sagði: 'Þetta jafnast alltaf út á endanum'," sagði Maggi.

Maggi mætti bróður sínum, Antoni Ara Einarssyni, markmanni Blika, í kvöld en Anton Ari varði frábærlega undir lok leiksins frá Aroni Elí Sævarssyni.

„Hann hefði mátt sleppa þessu. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður á honum. Ég er eiginlega valdur þess að hann fari að æfa mark því ég setti hann í mark í garðinum heima á síinum tíma og þetta er í eina skiptið sem ég sé eftir því. Það er gaman að fylgjast með ferlinum hans, þetta var hrikalega vel varið hjá honum ég verð að gefa honum það," sagði Maggi.
Athugasemdir
banner
banner