Fyrsta umferð Bestu deildarinnar heldur áfram í kvöld.
Á Lambhagavellinum taka heimamenn í Fram á móti liði Skagamanna, Flautað verður til leiks klukkan 19:15
Á Lambhagavellinum taka heimamenn í Fram á móti liði Skagamanna, Flautað verður til leiks klukkan 19:15
Lestu um leikinn: Fram 0 - 1 ÍA
Hjá Fram er fátt sem í raun kemur á óvart. Alex Freyr Elísson sem öllu jöfnu er fastamaður í liðinu er þó á varamannabekknum og þá er Guðmundur Magnússon ekki klár.
Skagamenn stilla sömuleiðis upp nokkurn vegin eftir bókinni. Það kemur þó kannski helst á óvart að Gísli Laxdal er á varamannabekk þeirra en margir reiknuðu með að hann myndi ganga inn í byrjunarlið ÍA. Reikna má með að Steinar Þorsteinsson verði í framlínu ÍA með Viktori Jónssyni.
Það vakti athyglið við fyrstu skil ÍA á leikskýrslu sinni að þau mistök urðu að engin markvörður er á skýrslu í byrjunarliði. Nokkuð sem hefur verið lagað.
Byrjunarlið Fram
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
12. Simon Tibbling
19. Kennie Chopart (f)
23. Már Ægisson
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
Byrjunarlið ÍA
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
7. Haukur Andri Haraldsson
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Athugasemdir