Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
   lau 05. apríl 2025 15:41
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Aston Villa og Forest: Þrír sem halda sæti sínu hjá heimamönnum
Morgan Rogers er í byrjunarliði Villa
Morgan Rogers er í byrjunarliði Villa
Mynd: EPA
Aston Villa og Nottingham Forest mætast í síðasta leik dagsins í 31. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 í dag.

Aðeins þrír leikmenn halda sæti sínu í liðinu frá leiknum gegn Preston í bikarnum en það eru þeir Emiliano Martinez, Youri Tielemans og Morgan Rogers.

Marcus Rashford, sem hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum, er á bekknum.

Nuno Espirito Santo gerir þrjár breytingar á liði Forest. Morato, Nicolas Dominguez og Callum Hudson-Odoi koma allir inn, en Chris Wood og Ola Aina eru áfram frá vegna meiðsla og þá er Taiwo Awoniyi ekki í hópnum.

Aston Villa: Martinez; Garcia, Disasi, Mings, Maatsen; Tielemans, Onana; Malen, Rogers, Asensio; Watkins.

Nottingham Forest: Sels; Morato, Milenkovic, Murillo, Williams; Yates, Dominguez, Anderson; Elanga, Gibbs-White, Hudson-Odoi.
Athugasemdir
banner