Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 11:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var ekki í hópnum hjá Blikum vegna meiðsla
Dagur með U21 landsliðinu á Spáni í síðasta mánuði.
Dagur með U21 landsliðinu á Spáni í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrinum í gær fagnað.
Sigrinum í gær fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í gær að U21 landsliðsmaðurinn Dagur Örn Fjeldsted var ekki í leikmannahópi Breiðabliks þegar liðið tók á móti Aftureldingu í opnunarleik Bestu deildarinnar. Breiðablik vann 2-0 sigur í leiknum.

Það var vegna þess að hann tognaði á ökkla á æfingu í vikunni. Hann verður væntanlega frá næstu þrjár vikurnar eða svo.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Afturelding

Þá var miðjumaðurinn Tumi Fannar Gunnarsson heldur ekki með Blikum en hann glímir við meiðsli á hæl.

Davíð Ingvarsson, Kristinn Jónsson og Kristófer Ingi Kristinsson voru sömuleiðis fjarri góðu gamni en lengst er í að Kristófer Ingi verði klár.

Svona var hópurinn hjá Breiðabliki, sem Fótbolti.net spáir Íslandsmeistaratitlinum, í gær:

BYRJUNARLIÐ:
1. Anton Ari Einarsson (m) 1994
6. Arnór Gauti Jónsson 2002
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) 1994
8. Viktor Karl Einarsson 1997 ('63)
9. Óli Valur Ómarsson 2003
11. Aron Bjarnason 1995 ('63)
13. Anton Logi Lúðvíksson 2003 ('78)
17. Valgeir Valgeirsson 2002
21. Viktor Örn Margeirsson 1994
29. Gabríel Snær Hallsson 2007 ('63)
77. Tobias Thomsen 1992 ('89)

VARAMENN:
12. Brynjar Atli Bragason (m) 2000
2. Daniel Obbekjær 2002
4. Ásgeir Helgi Orrason 2005 ('78)
10. Kristinn Steindórsson 1990 ('63)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson 2005 ('63)
24. Viktor Elmar Gautason 2003 ('89)
30. Andri Rafn Yeoman 1992 ('63)
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson 2008
39. Breki Freyr Ágústsson 2007
Athugasemdir
banner
banner