Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
Powerade
Antonee Robinson
Antonee Robinson
Mynd: EPA
Jean-Philippe Mateta
Jean-Philippe Mateta
Mynd: EPA
Florian Wirtz
Florian Wirtz
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. BBC tók saman af öllum helstu miðlum heims.

Florian Wirtz, 21, miðjumaður Leverkusen, er efstur á óskalista Man City en hann á að taka við af Kevin de Bruyne. (Fabrizio Romano)

Man City er tilbúið að eyða 100 milljónum punda til að kaupa Wirtz. Félagið mun fá samkeppni við Bayern Munchen um undirskriftina hans. (Sunday Mirror)

Man Utd, Nottingham Forest, Juventus og Bayern hafa öll áhuga á að fá Jean-Phiilippe Mateta, 27, frá Crystal Palace í sumar. (Teamtalk)

Leicester íhugar að ráða Russell Martin, fyrrum stjóra Southampton, ákveði félagið að reka Ruud van Nistelrooy. (Sun)

Aston Villa ere í dauðafæri á því að næla í Noni Madueke, 23, frá Chelsea en hann er ósáttur með spiltímann sinn á Stamford Bridge. (Football Insider)

Antonee Robinson, 27, vinstri bakvörður Fulham, er efstur á óskalista Liverpool fyrir sumarið. (Mirror)

Umboðsmaður Viktor Gyokeres, 26, framherja Sporting, verður á leeik Arsenal gegn Real Madrid í Meistaradeildinni. Það ýtir undir þær sögusagnir að Svíinn muni fara til Arsenal. (Football Transfers)

Liverpool og Man City eru að fylgjast með samningamálum hjá Lamine Yamal en það er útlit fyrir að hann verði áfram hjá spænska félaginu. (Mundo Deportivo)

Barcelona myndi skoða það að gera skiptidíl við Liverpool sem inniheldur Úrúgvæann Ronald Araujo og Kólumbíumanninn Luis Diaz. (Relevo)

Sagt er að Arsenal muni kaupa fimm nýja leikmenn í sumar eftir að Andrea Berta tók við sem yfirmaður fótboltamála. (Guillem Balague)

Man City vill fá Morgan Rogers, 22, frá Aston Villa. Pep Guardiola er mikill aðdándi leikmannsins sem var áður í akademíu Man City. (Teamtalk)

Aston Villa íhugar að selja kvennaliðið sitt þar sem félagið er hrætt viið að brjóta fjármálareglur úrvalsdeildarinnar. (Times)

Ástæðan fyrir því að Garnacho hefur sett húsið sitt í Manchester á sölu er ekki vegna þess að hann ætli sér að yfirgefa félagið. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner