
„Eftir leikinn, þá erum við auðvitað ekki sáttar. Við vildum meira út úr þessu á heimavelli. Við vildum auðvitað þrjú stig en verðum bara að sætta okkur við eitt," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, eftir markalaust jafntefli við Noreg í Þjóðadeildinni í dag.
„Við erum að skapa okkur færi og við verðum bara að nýta þau," sagði Sveindís.
„Við erum að skapa okkur færi og við verðum bara að nýta þau," sagði Sveindís.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Noregur
„Noregur er gott lið og með frábæra leikmenn í sínu liði. En við erum það líka. Við sjáum það hér í dag að við erum komnar á mjög góðan stað. Við verðum að trúa að við getum þetta og það er gott að það sé leikur eftir nokkra daga. Við gerum betur þar."
Sveindís hljóp gríðarlega mikið í leiknum í dag. Næsti leikur er á þriðjudaginn. Er hún þreytt?
„Nei! Alls ekki. Ég gæti spilað annan leik núna. Ég er bara spennt," sagði Sveindís.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir