Mohamed Salah hefur verið í lægð undanfarið á hans mælikvarða en hann hefur ekki skorað í þremur leikjum í röð.
Arne Slot, stjóri Liverpool hefur ekki teljandi áhyggjur af markaleysinu en hann hefur trú á því að blaðran muni springa í dag þegar Liverpool heimsækir Fulham.
Arne Slot, stjóri Liverpool hefur ekki teljandi áhyggjur af markaleysinu en hann hefur trú á því að blaðran muni springa í dag þegar Liverpool heimsækir Fulham.
„Mo hefur brosað minna því við duttum út úr Meistaradeildinni og töpuðum úrslitaleik. Það hefur ekkert með það að gera að hann sé ekki að skora," sagði Slot.
„Þetta er einfalt fyrir mér, stundum eru leikirnir erfiðari á ákveðnum köflum á tímabilinu, við mættum PSG, Newcastle í úrslitum og grannslag gegn Everton. Hann hefur ekki skorað í þremur leikjum, þess vegna verður hann að skora gegn Fulham. Vonandi gerir hann það."
„Mo lifir fyrir það að skora. Það væri skrítið að segja 'ég er svo ánægður að hafa ekki skorað.' Hann er ekki að hugsa um að hann geti ekki spilað fótbolta lengur. Hann veit að hans besti kostur er að hann getur átt slæman leik en samt skorað. Hausinn á honum er ekki út um allt," sagði Slot að lokum.
Athugasemdir