Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Glæsilegt aukaspyrnumark Rúnars Más réði úrslitum í Úlfarsárdal
Rúnar Már smellti boltanum í samskeytin
Rúnar Már smellti boltanum í samskeytin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 0 - 1 ÍA
0-1 Rúnar Már S Sigurjónsson ('26 )
Lestu um leikinn

Skagamenn hófu tímabilið á góðum 1-0 sigri á Fram á Lambhagavellinum í Úlfarsdal í kvöld þökk sé glæsilegu aukaspyrnumarki Rúnars Más Sigurjónssonar í fyrri hálfleik.

Jafnræði var með liðinum fyrstu tíu mínúturnar en Framarar fóru að lifna við eftir það og farnir að færast framar á völlinn, en það var einmitt þá sem Skagamenn veittu þeim þungt högg í magann.

ÍA fékk aukaspyrnu á hættulegum stað og var það hinn skotvissi Rúnar Már sem stillti boltanum upp og smellti boltanum yfir vegginn og upp í samskeytin. Einfalt en svakalega fallegt.

Liðin skiptust á að sækja í fyrri hálfleiknum en töfrar Rúnars sáu til þess að Skagamenn færu með forystu þegar gengið var til búningsherbergja.

Hætta kom inn á teig Framara á 60. mínútu er Jón Gísli Eyland keyrði upp hægri vænginn. Hann fann Steinar Þorsteinsson í teignum sem náði hins vegar ekki að stýra boltanum á markið.

Guðmundur Magnússon, markahæsti maður Fram á síðasta tímabili, kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru eftir og kom sér nánast strax í færi en Árni Marinó Einarsson gerði sig breiðan í markinu og varði í horn.

Árni Marinó þurfti aftur að taka á stóra sínum þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma er Már Ægisson lét vaða á markið eftir sendingu frá Israel Garcia.

Skagamenn náðu að halda út eftir ágætlega spennandi leik og taka með sér öll stigin úr Úlfarsárdal. Góður sigur ÍA sem spilar næst við Stjörnuna á meðan Framarar heimsækja Íslandsmeistara Breiðabliks á Kópavogsvöll.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
2.    ÍA 1 1 0 0 1 - 0 +1 3
3.    KA 1 0 1 0 2 - 2 0 1
4.    KR 1 0 1 0 2 - 2 0 1
5.    Valur 1 0 1 0 1 - 1 0 1
6.    Vestri 1 0 1 0 1 - 1 0 1
7.    FH 0 0 0 0 0 - 0 0 0
8.    ÍBV 0 0 0 0 0 - 0 0 0
9.    Stjarnan 0 0 0 0 0 - 0 0 0
10.    Víkingur R. 0 0 0 0 0 - 0 0 0
11.    Fram 1 0 0 1 0 - 1 -1 0
12.    Afturelding 1 0 0 1 0 - 2 -2 0
Athugasemdir
banner