Íslenska kvennalandsliðið gerði svekkjandi markalaust jafntefli gegn Noregi í þriðju umferð Þjóðadeildarinnar í kvöld. Síðar í kvöld var leikur Sviss og Frakklands í sama riðli.
Frakkland vann leikinn 2-0 og er á toppnum með fullt hús stiga een Sviss er á botninum aðeins með eitt stig eftir jafntefli gegn Íslandi. Þrjár umferðir eru eftir en Ísland er í 3. sætinu tveimur stigum á eftir Noregi.
Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Belgíu í þriðja sinn í kvöld þegar liðið heimsótti eitt besta lið heims, England.
Þetta var mjög erfitt verkefni en England var með öll völd á vellinum og vann stórsigur. England er með sjö stig á toppnum en Belgía er án stiga. Spánn er með sex stig í 2. sæti eftir 4-2 sigur gegen Portúgal sem er í 3. sæti með fjögur stig.
Sviss 0 - 2 Frakkland
0-1 Sandy Baltimore ('15 )
0-2 Selma Bacha ('43 )
England 5-0 Belgía
1-0 Lucy Bronze ('21 )
2-0 Millie Bright ('45 )
3-0 Agnes Beever-Jones ('67 )
4-0 Jessica Park ('77 )
5-0 Keira Walsh ('88 )
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 3 | 3 | 0 | 0 | 6 - 2 | +4 | 9 |
2. Noregur | 3 | 1 | 1 | 1 | 2 - 2 | 0 | 4 |
3. Ísland | 3 | 0 | 2 | 1 | 2 - 3 | -1 | 2 |
4. Sviss | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 - 4 | -3 | 1 |
Athugasemdir