Stuðningsmenn Real Madrid bauluðu á Vinicius Junior eftir að hann klikkaði á vítaspyrnu í 2-1 tapi gegn Valencia í spænsku deildinnii í gær.
Carlo Ancelotti segir að það hafi lítil sem engin áhrif á brasilíska leikmanninn.
Carlo Ancelotti segir að það hafi lítil sem engin áhrif á brasilíska leikmanninn.
„Ég tel að svo sé ekki því hann er mjög einbeiittur á það sem hann er að gera. Hann gæti spilað vel eða illa en reynir alltaf að gefa allt´i þetta," sagði Ancelotti.
Liðinu hefur gengið afar illa að skora úr vítum á tímabilinu en Vinicius hefur klikkað á tveimur vítum í röð.
„Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir vítaskytturnar. Bellingham klikkaði gegn Valencia, Mbappe gegn Bilbao og Liverpool og Vinicius klikkaði á síðata vítinu gegn Atletico. Ég reyndi að stappa í hann stálinu en hann klikkaði."
Athugasemdir